Tíguldofra
Tíguldofra (fræðiheiti: Schaereria fuscocinerea) er tegund fléttna af dofruætt.[2]
Tíguldofra | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Schaereria fuscocinerea (Nyl.) Clauzade & Cl. Roux[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Lecanora tenebrosa (Flot.) Nyl.[1]
|
Útlit
breytaTíguldofra er hrúðurflétta með reitaskipt, matt, grátt eða dökkgrábrúnt þal. Askhirslurnar eru svartar og hoft hyrndar frekar en kringlóttar, flatar og með áberandi barmi.[2]
Gró tíguldofru eru sporbaugótt, glær, einhólfa og 10-15 x 5-7 µm að stærð.[2]
Útbreiðsla og búsvæði
breytaTíguldofra er útbreidd um allan heim. Hún finnst á Norðurheimskautasvæðinu, um Evrasíu, Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, Eyjálfu og á eyjum úthafanna norður af Suðurskautslandinu.[1]
Á Íslandi finnst tíguldofra dreifð nokkuð víða um landi, nema helst á Suðurlandi.[2] Tíguldofra vex á basalti[2][3] oft á móti sól innan um landfræðiflikru.[3]
Efnafræði
breytaTíguldofra inniheldur þekkta fléttuefnið gyrófórinsýru.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Rambold, G. (ritstjóri) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (Útgáfa Des. 2015). Í: Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., (ritstjórar) (2019). Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 24. Desember 2018. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-8858.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
- ↑ 3,0 3,1 Flóra Íslands (án árs). Tíguldofra - Schaereria fuscocinerea.