Gyrófórinsýra
Gyrófórinsýra er lífræn sýra sem finnst í sumum fléttum. Dæmi um fléttutegundir sem framleiða gyrófórinsýru eru: tíguldofra (Schaereria fuscocinerea),[1] skeljaskóf (Placopsis gelida),[1] dílaskóf (Peltigera leucophlebia),[1] þéluskóf (Peltigera scabrosa),[1] æðaskóf (Peltigera venosa),[1] flannaskóf (Peltigera aphthosa),[1] klettaskóf (Peltigera collina),[1] glitskóf (Peltigera polydactylon),[1] broddskilma (Ochrolechia frigida)[1] og mundagrös (Cetrariella delisei)[1].