Fléttur

(Endurbeint frá Flétta)

Fléttur eru gróður sem samanstendur af sambýli svepps og grænþörungs og/eða blábakteríu. Fléttur eru algengar víða um heim en eru einkum áberandi á svæðum þar sem annar gróður á erfitt uppdráttar. Á Íslandi eru margar fléttutegundir einnig nefndar skófir, en ekki eru allar fléttur taldar til skófa.[1]

Dílaskóf (Peltigera leucophlebia) er blaðflétta sem gjarnan vex í mólendi.

Á Íslandi finnast rúmlega 700 fléttutegundir.[2] Svepphluti fléttna er ráðandi aðili sambýlisins og taka fléttur heiti sitt af honum. Sveppurinn tilheyrir oftast asksveppum en þó eru nokkrar tegundir kólfsveppa sem mynda fléttur, en einu nafni er talað um fléttumyndandi sveppi. Hver fléttumyndandi sveppur myndar eina fléttutegund en sömu tegund grænþörungs eða blábakteríu má oft finna í sambýli við mismunandi tegundir fléttumyndandi sveppa.

Fléttum er skipt í þrjá útlitshópa: Runnfléttur sem eru uppréttar og ekki með greinanlegan mun á efra og neðra borði, blaðfléttur sem eru blaðlaga og með greinanlegan mun á efra og neðra borði og hrúðurfléttur sem vaxa beint á undirlagi sínu og eru oft án nokkurs sérstaks neðra borðs.

Bygging fléttna

breyta

Meginhluti fléttna er einn samfelldur vefur sem nefnist þal. Ytra byrði fléttnaþalsins er úr sveppþráðum sem er þétt samofnir til að lágmarka vökvatap. Þar undir, í nokkru vari gegn útfjólublárri geislun sólarljóssins, er lag þörunga eða baktería innan um lausofnari sveppþræði. Innst er síðan lag sambýlingsfrírra sveppþráða sem geyma næringarefni og vatn.[3].

Tenglar

breyta

Kjarnaskógur - Ásætur á trjám á Íslandi

Heimildir

breyta
  1. „Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur?“. Visindavefurinn. Sótt 9. apríl, 2012.[óvirkur tengill]
  2. Flóra Íslands; síða Harðar Kristinssonar.
  3. D. Attenborough, D. (1995). Einkalíf Plantna - Gróður Jarðar (þýð. Óskar Ingimarsson). Reykjavík: Bókaútgáfan Skjaldborg
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.