Surtarbrandsgil

Náttúruvætti

Surtarbrandsgil er friðlýst náttúruvætti á Vestfjörðum. Það er við Surtabrandsgil er í landi Brjánslækjar á Barðarströnd innan landamerkja Vesturbyggðar. Friðlýsta svæðið er 272 ha.

Í Surtabrandsgili eru leifar skóga í um það bil 12 milljóna ára gömlum setlögum. Þar hafa plöntuleifar (laufblöð, aldin, fræ og frjókorn) sest til í frekar grunnu stöðuvatni ásamt kísilþörungum. Flögur úr gilinu eru ljósar af kísilþörungum á annarri hlið en dökkar á hinni. Þær trjátegundir sem mynduðu skóga á þessum stað fyrir 12 milljón árum eru útdauðar en þær eru skyldar núverandi trjátegundum eins og barrtrjánum þin, furu, greni, japansrauðvið, og vatnafuru og lauftrjámum agnbeyki, anganvið, álm, birki, elri, fjórmiðju, hesli, hlyn, magnólíu, platanvið, lyngrós, sætblöðku, topp, túlípantré, valhnotu, víði, vænghnotu, þyrni og ösp.[1]

Surtarbrandur er myndaður úr plöntuleifum sem hafa kolast og pressast saman undir hraunlögum í jarðlögum sem eru frá síðari hluta nýlífsaldar, einkum míósen-tíma.

Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

  1. Friðgeir GrímssonLeifur Albert Símonarson; Leifur Albert Símonarson (2008). „Íslands fornu skógar“. Skógræktarritið (2): 14–31.

Heimildir breyta