Sundhöll Reykjavíkur

(Endurbeint frá Sundhöllin í Reykjavík)

Sundhöllin í Reykjavík er íslensk innanhússundlaug við Barónstíg í Reykjavík. Sundhöllin var vígð 23. mars 1937 og var byggð fyrir 650 þúsund krónur. Það var Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins sem teiknaði bygginguna.

Áletrun á Sundhöll Reykjavíkur.

Ólafur Kalstað Þorvarðsson varð árið 1936 fyrsti forstjóri Sundhallarinnar.

Árið 2013 var ákveðið að reisa útisundlaug við Sundhöllina. Heba Hert­ervig, Karl Magnús Karls­son og Ólaf­ur Óskar Ax­els­son hjá VA Arki­tekt­um hönnuðu laugina sem var opnuð í desember 2017.

TenglarBreyta

Hnit: 64°08′30″N 21°55′13″V / 64.1417°N 21.9203°V / 64.1417; -21.9203