Reykjavík vorra daga

Reykjavík vorra daga er kvikmynd í tveimur hlutum eftir Óskar Gíslason. Kvikmyndin er heimildarmynd um líf og uppbyggingu í Reykjavík í kringum 1946. Í upphafi myndar er par að spjalla saman á kaffihúsinu Hressingarskálinn. Parið fer síðan í útsýnistúr í flugvél yfir Reykjavík. Í kvikmyndinni er fjallað um ýmsar stofnanir og framkvæmdir. Farið er á Elliðaár og inn að Sogi og fjallað um hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Sýndar eru byggingar og stofnanir svo sem Landspítalinn, Háskólinn og sundlaugin og elliheimili. Sýndar eru götuframkvæmdir og uppbygging borgar og einnig sýnt braggahverfi. Fylgst er með fimm listamönnum í myndinni en það voru Einar Jónsson, Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Ríkarður Jónsson og Guðmundur Einarsson.

Fyrri hluti kvikmyndarinnar var sýndur í febrúar 1947 og seinni hlutinn haustið 1948. Fyrri hlutinn var án hljóðs en með textaspjöldum. Í seinni hlutanum er hljóð en þar talaði Ævar Kvaran leikari inn á myndina með stálþráð.

Tenglar

breyta