Ólafur Kalstað Þorvarðsson

Ólafur Kalstað Þorvarðsson (15. janúar 191110. desember 1942) var íslenskur knattspyrnumaður, fyrsti forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Ólafur fæddist í Reykjavík og varð snemma virkur í íþróttastarfi. Hann lék knattspyrnu með Fram og var í úrvalsliði íslenskra knattspyrnumanna sem lék í Þýskalandi sumarið 1935. Auk þess að keppa undir merkjum Fram gegndi Ólafur formannsembættinu í sex ár, frá 1929-35.

Hann var ráðinn fyrsti forstjóri Sundhallarinnar árið 1936 og undirbjó rekstur hennar með því að kynna sér starfrækslu sundhalla í Danmörku og Þýskalandi.

Ólafur missti ungur heilsuna og varð að leggja skóna á hilluna árið 1938. Hann starfaði þó áfram á vettvangi félagsins og sá meðal annars um þjálfun meistaraflokks sumrin 1941 og 1942.

Kjartan, bróðir Ólafs, var einnig virkur í félagsmálum Framara. Hann ritaði mikið um íþróttir í Morgunblaðið og má teljast brautryðjandi í íslenskri íþróttafréttamennsku.

Faðir þeirra Kjartans og Ólafs var Þorvarður Þorvarðsson, fyrsti formaður Leikfélags Reykjavíkur.


Fyrirrennari:
Stefán A. Pálsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19291935)
Eftirmaður:
Friðþjófur Thorsteinsson