Suðurslavnesk tungumál

Suðurslavnesk tungumál er ein þriggja greina slavneskra mála. Mælendur þessara mála eru um 30 milljónir talsins og búa aðallega á Balkanskaganum. Tungumálin eru aðskilin frá hinum (austur- og vestur-) slavnesku málunum af þýsku-, ungversku- og rúmenskumælandi landsvæðum. Fyrsta suðurslavneska málið sem skrifað var niður var fornkirkjuslavneska, sem var mállýska töluð í Þessalóníku á 9. öld.

Suðurslavnesk tungumál
Ætt Indóevrópskt
 Baltóslavneskt
  Slavneskt
ISO 639-5 zls
  Lönd þar sem suðurslavneskt mál er talað

Greinin skiptist í tvær undirflokka: austurflokkinn og vesturflokkinn. Í austurflokknum eru makedónska, búlgarska og fornkirkjuslavneska, en slóvenska, serbneska, króatíska, bosníska og svartfellska tilheyra vesturflokknum. Seinustu fjögur málin eru stundum talin eitt tungumál, og er að nokkru leyti gerður greinarmunur á þeim bara af pólitískum ástæðum.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.