Stjörnukisi
Stjörnukisi er hljómsveit sem vann Músíktilraunir árið 1996 sem sex manna sveit, sama ár kemur út 10" vínil platan "Veðurstofan". Nokkrar mannabreytingar áttu sér stað, og stóðu Úlfur Chaka, Bogi Reynisson og Gunnar Óskarsson eftir sem meðlimir sveitarinnar. Þröngskífan (EP) "Geislaveisla" kom út árið 1997, en jafnframt áttu þeir tvö lög á safnplötunni Spírur sem Sproti gaf út. Annað þeirra, Reykeitrun, er ekki að finna á útgefnum skífum sveitarinnar. Árið 1998 kom smáskífan "Flottur Sófi" út (ókeypis) í samvinnu við tónlistartímaritið Undirtóna. Það ár voru þeir einnig með lagið Krómósóm á Sprota-safnplötunni Kvistir. Lítið bar á hljómsveitinni í nokkur ár og á því tímabili fengu þeir trommara til liðs við sig. Árið 2001 kom út fyrsta breiðskífa Stjörnukisa, Góðar stundir.
Meðlimir
breyta- Úlfur Chaka / Söngur
- Bogi Reynisson / Bassi og Forritun
- Gunnar Óskarsson / Gítar og Forritun
- Ari Þorgeir Steinarsson / Trommur.