Hrafnkelsdalur er dalur í Múlaþingi sem gengur suður úr Jökuldal. Dalurinn er um 18 km langur uns hann skiptist í tvo afdali, Glúmstaðadal og Þuríðarstaðadal. Hrafnkelsdalur er sögusvið Hrafnkels sögu Freysgoða, þar eru tveir vel kunnir bæir, Aðalból og Vaðbrekka, en sagnir herma að þar hafi verið mikil byggð áður fyrr og eru víða í dalnum mjög fornar byggðarleifar.

Hrafnkelsdalur
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.