Árabátur
Árabátur er bátur sem er aðallega knúinn áfram með árum í róðri, þótt sumir þeirra kunni einnig að bera segl. Árabátur er oftast með þóftur til að sitja á og keipa þar sem árarnar liggja við borðstokkinn. Hefðbundnir norrænir árabátar eru flokkaðir eftir stærð í tvíæringa, feræringa, sexæringa, áttæringa, teinæringa og tólfæringa. Heitið segir til um fjölda þófturúma en þarf ekki að passa við raunverulegan fjölda ára. Talað er um fjórróinn, sexróinn, áttróinn o.s.frv. bát sem þá segir til um fjölda ára.
Árabátar eru aðgreindir frá kanóum og kajökum, þótt þessir bátar séu líka knúnir árum.