Skötufjörður

Skötufjörður

Skötufjörður

Point rouge.gif

Skötufjörður er 16 km langur eyðifjörður sem liggur til suðurs út frá Ísafjarðardjúpi miðju, milli Skarðseyrar og Hvítaness í Súðavíkurhreppi. Beggja vegna fjarðarins eru brattar, stöllóttar klettahlíðar, Eyrarhlíð að vestan og Fossahlíð að austan. Þær þóttu báðar illar yfirferðar, einkum Fossahlíð[1]. Inn af firðinum liggur Skötufjarðarheiði fram á Glámuhálendið. Við mynni fjarðarins, úti fyrir Hvítanesi, er eyjan Vigur. Aðeins einn bær er í byggð, Hvítanes. Um 1950 voru þessir átta bæir í byggð í Skötufirði: Hvítanes, Litlibær, Eyri, Kleifar, Borg, Kálfavík, Hjallar og Skarð en árið 1969 lögðust fjórir bæir í eyði.[2]

Litlibær í Skötufirði.
Skötufjörður.
Skötufjörður. Snæfjallaströnd í fjarska.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Byggðir bæirBreyta

EyðibýliBreyta

HeimildirBreyta

  1. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslands handbókin. Örn og Örlygur.
  2. Lesbók Morgunblaðsins, 14. tölublað (07.04.1979), Blaðsíða 8
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.