Stafrænt myndasnið

Stafrænt myndasnið er tölvutækt geymsluform mynda. Til eru tveir flokkar myndasniða vigurmyndir sem eru byggðar upp af formum og rastamyndir sem eru byggðar upp af punktum. Litir á báðum myndasniðum byggjast út frá RGB litasniðinu, sem virkar þannig að allir litir eru ákvarðaðir út frá grunnlitunum þremur rauðum, gulum og bláum.

Rastamyndir

breyta

Rastamyndir eru byggðar út frá milljónum punkta. Í hverjum einasta punkti er einn litur og saman mynda þeir heildstæða mynd. Takmörkun er á hversu mikið hægt er að stækka rastamynd án minnkunar á gæðum. Stærri myndir eru alltaf með fleiri punkta en þær minni. Við stækkun á lítilli mynd þarf myndvinnsluforritið að leita í sama punktinn til þess að búa til fleiri á sama svæði. Fyrir vikið verða stækkaðar rastamyndir mjög grófar í gæðum. Þessi tegund myndasniðs er hentug fyrir ljósmyndir þar sem hún gerir myndavélum kleift að vista upplýsingar um lit hvers svæðis fyrir sig og skipta því niður í punkta. Stærð rastamynda fer eftir fjölda lita, punkta og hvernig myndasniðið sameinar þessar upplýsingar. Rastamyndir skiptast niður í myndasnið sem tapa gæðum eða gera það ekki. Dæmi um rastasnið eru JPEG, PNG, GIF og BMP.

BMP er óþjappað form. Stærð myndanna fer eingöngu eftir fjölda punkta og lita myndarinnar. Fjöldi lita getur farið allt upp í 16,7 milljón liti og stærð myndarinnar er alltaf í hærra lagi.

GIF er form sem notast við Lempel Ziv Welsch þjöppun. Formið geymir aðeins 256 liti og er háð því hversu litskrúðug myndin er hvort gæði tapist eða ekki. GIF myndir hafa þann sérstaka eiginleika fram fyrir aðrar rastamyndir að þær geta geymt litlar hreyfimyndir.

PNG er form sem notast við þjöppun sem tapar ekki gæðum. Formið geymir allt að 16,7 milljón liti. Það var búið til að taka við af GIF.

JPEG er form sem notast við þjöppun sem tapar gæðum. JPEG þjappar skrár út frá næsta punkti og leggur þá saman ef þeir eru mjög svipaðir. Skráarstærð JPEG er lítil miðað við aðrar rastamyndir. JPEG er vinsælasta formið til að gefa út stafrænar myndir.

Vigurmyndir

breyta

Vigurmyndir eru byggðar upp af formum eins og punktum línum og vigrum. Hvert form getur geymt einn lit. Þessi form eru geymd í myndasniðinu og mynda saman heilstæða mynd. Hægt er að stækka vigurmyndir ótakmarkað án minnkunnar á gæðum. Stærð vigurmynda ræðst af því hveru mörg form eru á myndinni. Vinsælt er að teikna einkennismerki sem vigurmyndir. Dæmi um vigurmyndir eru SVG og EPS. Teikniforrit eins og Illustrator, Freehand og CorelDraw eru notuð til þess að búa til vector myndir.

SVG myndir eru vigurmyndir sem eru geymdar á XML sniði. Fyrir vikið er hægt að búa til SVG myndir annaðhvort með ritli eða myndvinnsluforriti. Alþjóðastofnunin W3C þróar þessa tegund myndasniðs.

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „GIF“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. mars 2007.