Alþjóðasamtök um veraldarvefinn

(Endurbeint frá W3C)

Alþjóðasamtök um veraldarvefinn (W3C) eru alþjóðleg samtök þar sem félagasamtök, fastráðið starfsfólk og almenningur vinna saman að því að búa til staðla fyrir Veraldarvefinn. Markmið W3C er: "Að leiða veraldarvefinn til sinnar allra bestu getu með því að hanna samskiptareglur og viðmiðunarreglur sem tryggja langtímavöxt Vefsins". W3C hvetur einnig til menntunar og útbreiðslu, þróar hugbúnað og þjónar þeim tilgangi að vera opinn vettvangur fyrir umræður um Vefinn. Samtökunum er stjórnað af Tim Berners-Lee, sem upphaflega bjó Veraldarvefinn til og var upphafsmaður URL (Uniform Resource Locator), HTTP (HyperText Transfer Protocol) og HTML (HyperText Markup Language) útfærslnanna, sem eru uppstaðan í þeirri tækni sem heldur Vefnum gangandi.

Einkennismerki Alþjóðasamtaka um veraldarvefinn

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „World Wide Web Consortium“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. desember 2005.