St Mirren Football Club er skoskt knattspyrnufélag með aðsetur í Paisley í Renfrewshire. Íslendingurinn Guðmundur Torfason lék með liðinu um nokkura ára skeið.

St Mirren Football Club
Fullt nafn St Mirren Football Club
Gælunafn/nöfn The Buddies
The Saints
Stytt nafn Hearts
Stofnað 1877
Leikvöllur St Miren Park
Paisley
Stærð 7.937
Stjórnarformaður Fáni Skotlands Gordon Scott
Knattspyrnustjóri Fáni Írlands Jim Goodwin
Deild Skoska úrvalsdeildin
2022-2023 6. sæti (Úrvalsdeild)
Heimabúningur
Útibúningur

Saga breyta

Upphaf félagsins má rekja til herraklúbbs í Paisley sem stofnaður var á seinni hluta nítjándu aldar og hafði meðal annars ýmiskonar íþróttaiðkun á dagskrá sinni. Árið 1877 hófu klúbbmeðlimir að æfa knattspyrnu og telst það því stofnár knattspyrnufélagsins. Fyrstu liðstreyjurnar voru skarlatsrauðar og bláar en fljótlega voru svart- og hvítröndóttu treyjurnar teknar upp sem fylgt hafa félaginu nánast óslitið síðan.

St. Mirren tók fyrst þátt í skoska bikarnum árið 1880. Þessi fyrstu ár flutti félagið oft á milli heimavalla.

Árið 1890 var St. Mirren í hópi stofnfélaga skosku deildarkeppninnar og er eitt af fimm upprunalegu liðunum sem enn er starfrækt. Leiktíðina 1907-8 komst félagið í fyrsta sinn í úrslit bikarsins en tapaði fyrir Celtic F.C..

Árið 1922 hélt St. Mirren í keppnisferð til Spánar og tók þátt í móti sem haldið var af FC Barcelona til að fagna vígslu nýs heimavallar félagsins. Mótinu lauk með sigri St. Mirren sem bar sigurorð af Notts County í úrslitum.

Árið 1926 varð St. Mirren bikarmeistari í fyrsta sinn og endurtók afrekið árið 1959. Þriðji og síðasti bikarmeistaratitillinn var svo árið 1987. Í millitíðinni, leikárið 1979-80, endaði St. Mirren í þriðja sæti sem er enn í dag besti árangur félagsins í deildarkeppni.

Titlar breyta

  • Skoski bikarinn (3): 1925–26, 1958–59, 1986–87
  • Skoski deildarbikarinn (1): 2012–13

Heimildir breyta