Paisley
Paisley (framburður: /ˈpeɪzli/; skosk gelíska: Pàislig) er bær í Renfrewshire í vesturhluta Skotlands. Til austurs liggur Glasgow, ekki langt frá bænum. Paisley er fimmta stærsta byggðin í Skotlandi en hefur ekki hlotið borgarstöðu. Íbúar voru um 77.000 árið 2020.
Mikilvægi bæjarins jókst á 12. öld þegar klaustri var komið á laggirnar þar. Fyrir 19. öld var Paisley orðinn mikilvæg miðstöð vefnaðariðnaðarins, en bærinn er nafni Paisley-sjalsins og Paisley-mynstursins. Bærinn var kenndur við róttækni, en mótmæli vefara leiddu til svokallaða Róttæknistríðsins árið 1820. Fyrir 1993 hafði öllum vefnaðarverksmiðjum í bænum verið lokað, en sögu iðnaðarins er gerð góð skil á minjasöfnum bæjarins.
Knattspyrna
breytaSt Mirren er knattspyrnulið Paisley.