Stöð 3 var íslensk sjónvarpstöð sem hóf útsendingar þann 24. nóvember 1995, en þeim lauk í febrúar 1997 og sameinaðist þá Stöð 2 og Sýn. Eigendur Stöðvar 3 voru Íslenska sjónvarpið hf, en hluthafi í því var Árvakur, útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins, Nýherji, Sambíóin, Japis og Texti, en alls voru hluthafar 15 og átti enginn einn meira en 10% í félaginu. Fyrsti framkvæmdastjóri Stöðvar 3 var Úlfar Steindórsson, en annar var Heimir Karlsson [1] og sá þriðji og síðasti var Magnús E. Kristjánsson.

Árið 1988 stóðu aðrir menn að hugsanlegri stofnun Stöðvar 3, en það voru Ísfilm hf. Eigendur Ísfilm voru SÍS, Haust hf, sem var fyrirtæki Indriða G. Þorsteinssonar, Jóns Hermannssonar og Ágústs Guðmundssonar, Almenna bókafélagið, Dagblaðið Tíminn, Frjáls fjölmiðlun hf og Jón Aðalsteinn Jónsson. ´Ísfilm hafði upphaflega innbyrðis útgáfufélag Morgunblaðsins og útgáfufélag Reykjavíkurborgar. [2] En Ísfilm fór aldrei út í rekstur Stöðvar 3. Þeir deildu lengi vel um hvort þeir fengju að nota sama afruglara og Stöð 2, en úr því varð ekki. Það var ekki fyrr en 7 árum seinna að Íslenska sjónvarpið stofnaði og hóf rekstur Stöðvar 3. En sjónvarpstöðin átti í eilífum erfiðleikum, og helst með að útvega sér sína eigin myndlykla og kaupendur að þeim. [3]

Tilvísanir breyta

  1. Morgunblaðið 1996
  2. Alþýðublaðið 1988
  3. Dagblaðið Vísir, 1988

Tenglar breyta


   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.