Stórfurstadæmið Litháen

Stórfurstadæmið Litháen (litháíska: Lietuvos Didžioji Kunigaikštystė, hvítrússneska: Вялі́кае Кня́ства Літо́ўскае (ВКЛ), úkraínska: Велике Князівство Литовське (ВКЛ), pólska: Wielkie Księstwo Litewskie) var ríki við Eystrasaltið frá 12. öld fram á 18. öld. Litháar stofnuðu furstadæmið á fyrri hluta 12. aldar til að bregðast við ágangi Sverðbræðra og náði það brátt yfir það land sem í dag heitir Litháen auk stórs hluta þess sem nú er Hvíta-Rússland. Árið 1386 gekk stórfurstadæmið í konungssamband við Pólland (Pólsk-litháíska bandalagið), einkum vegna uppgangs Stórfurstadæmisins Moskvu. Tæpum tveimur öldum síðar, árið 1569, varð stórfurstadæmið sjálfstæður hluti af Pólsk-litháíska samveldinu þar til hið síðarnefnda liðaðist sundur árið 1795.

Kort sem sýnir Pólsk-litháíska samveldið árið 1619
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Magnus Ducatus Lithuania, Tobias Lotter, 1780
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.