Stóra Eldlandsey (spænska: Isla Grande de Tierra del Fuego) er eyja syðst í Suður-Ameríku sem skiptist á milli Síle (61.4%) og Argentínu (38.6%). Magellansund er milli meginlandsins og eyjunnar. Hún er hluti af eyjaklasanum Eldland og er tæpir 48.000 ferkílómetrar sem gerir hana stærstu eyju heimsálfunnar.

Landslag á eyjunni.
Kort.

Stærstu bæirnir eru: Ushuaia og Río Grande, hvorir tveggja í Argentínu. Mun fleiri búa Argentínumegin þrátt fyrir minna landsvæði; 127.000. Aðeins um 7000 eru Sílemegin.

Hæsti punktur eyjunnar er Monte Darwin eða 2.488 metrar. Á suðurhluta hennar er meiri úrkoma (+ 3000 mm) en verðurfar á eyjunni svipar til Íslands og Færeyja. Tré þaðan hafa verið reynd í Norður-Evrópu; snælenja og grænlenja.

Heimildir

breyta