Ushuaia
Ushuaia er höfuðborg Eldlands í Argentínu. Hún er þekkt sem syðsta borg í heimi en íbúar eru um 60.000 (2010). Nafnið kemur úr máli frumbyggja og þýðir djúp vík. Borgin var stofnuð af breskum trúboðum á 19. öld. Argentínumenn notuðu svæðið sem fanganýlendu í byrjun 20.aldar. Fangelsunum var lokað um miðja öldina og var þá áhersla á flotastöð í bænum. Í dag eru fiskveiðar, olíu- og gasvinnsla og ferðaþjónusta mikilvæg.
Meðalhiti í janúar er um 10 gráður en um 1 gráða í júlí. Hiti er yfirleitt yfir frostmarki en næturfrost og kaldari dagar koma fyrir.