Spandex, Lycra, eða elastan eru gerviefni og textílefni sem þekkt eru fyrir afar mikinn teygjanleika. Efnið var fyrst búið til árið 1958 af efnafræðingnum Joseph Shivers sem starfaði hjá DuPont fyrirtækinu í rannsóknarstofu í Waynesboro í Virginiu. Efnið var fyrst sett á markað sem efni sem kæmi í staðinn fyrir gúmmí og sem efni í nærfatnað kvenna (lífsstykki) og sundföt. Heitið spandex sem er komið frá enska orðinu expands (að þenjast út) er notað í Norður-Ameríku. Á meginlandi Evrópu er algengast að kalla efnið elastane eða nota orð sem eru dregin af sama stofni svo sem élasthanne (Frakkland), Elastan (Þýskaland, Svíþjóð), elastano (Spánn), elastam (Ítalía) og elastaan (Niðurlönd) og á Bretlandseyjum og Írlandi og í fleiri löndum er efnið aðallega þekkt undir nafninu 'Lycra'. Spandex er selt undir ýmsum vörumerkjun svo sem Lycra, Elaspan, Creora, Inviya, Roica, Dorlastan, Linel og Espa.

Hjólreiðamaður í stuttum buxum úr spandex.
Hjólreiðamaður í stuttum buxum úr spandex.

Spandex er sterkt og getur farið í upprunalega stöðu eftir að það hefur verið teygt og það er fljótt að þorna. Hin mikla teygja sem er í spandex þráðum gerir allar hreyfingar þægilegri í efnum sem eru með spandex og gerir að verkum að það hentar sérstaklega vel í föt sem eiga að falla þétt að líkama. Oftast er spandex sem notað er í fatnað blandað efnum eins og baðmull eða pólýester og er þá oft aðeins lítill hluti af innihald fatnaðar. Spandex er mikið notað í íþróttafatnað og kvenfatnað og svo algengt efni í fötum að talið er að um 80% af fatnaði sem seldur var í Bandaríkjunum árið 2010 hafi innihaldið spandex.

Heimild breyta

  • Greinin Spandex á ensku wikipedia.