Pólýester (eða fjölester) er tilbúið plastefni unnið úr hráefni sem kemur úr olíuiðnaðinum. Gerviefni komu til sögunnar 1931 og hefur þróun þeirra verið hröð síðan. Pólýester var uppgvötvað af ensku fyrirtæki árið 1941. Það er vinsælasta gerviefnið og er mest notaða textílefnið fyrir utan bómul.

Nærmyndir af skyrtu úr pólýester.

Eiginleikar pólýesters

breyta

Pólýester er mjög gott íblöndunarefni. Bómullar- og pólýester-blöndur eru vinsæl blanda vegna þess að hún heldur flestum eiginleikum náttúruefnisins og fær til viðbótar góða eiginleika pólýesters. Pólýester er mjög slitsterkt, hefur góðan togstyrk og þolir vel teygingar og endurteknar beygingar. Það þolir vel sólarljós og veðrast vel. Það hleypur ekki, er krumpufrítt og hefur stuttan þurrktíma.

Pólýester hefur frekar litla raka- og vökvadrægni og er lítið einangrandi. Það verður rafmagnað og dregur þá ryk og þurr óhreinindi að sér. Blautum óhreinindum er þó auðvelt að ná úr vegna lítillar vökvadrægni.

   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.