Sogsstöðvar er samheiti yfir þrjár vatnsaflsvirkjanir í Soginu sem byggðar voru af Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu um miðja 20. öld til þess að tryggja nægilegt rafmagn í Reykjavík og á Suður- og Vesturlandi. Þær eru Ljósafossstöð sem hóf rekstur 1937, Írafossstöð sem komst í gagnið 1953 og loks Steingrímsstöð frá 1959. Um rekstur þessara stöðva stofnuðu eigendurnir fyrirtækið Sogsvirkjun sem lagt var niður þegar Landsvirkjun var stofnuð af sömu aðilum og voru þá Sogsstöðvar lagðar inn í Landsvirkjun sem á stöðvarnar og rekur í dag. Sogsstöðvar voru endurbættar og endurnýjaðar að stórum hluta á árunum 1996 til 2000.[1]

Írafossstöð í forgrunni og Ljósafossstöð fyrir aftan.

Tilvísanir breyta

  1. „Landsvirkjun - Bæklingur um Sogsstöðvar“ (pdf). júlí 2007.

Tenglar breyta