Snæfell (Eyjabakkajökull)

Snæfell er 1826 metra há megineldstöð úr líparíti og móbergi í austurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Skiptar skoðanir eru á því hvort eldstöðin sé virk eða óvirk. Fjallið stendur um 20 km norðaustan Brúarjökuls í norðanverðum Vatnajökli og er hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Austan við fjallið eru Eyjabakkar sem er gróið svæði og kjörlendi heiðagæsa. Á Vesturöræfum vestan fjallsins halda hreindýr mikið til og má oftast sjá til þeirra.

Snæfell
Snæfell séð úr vestri
Snæfell séð úr vestri
Hæð 1.826 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning NA Vatnajökuls
Hnit 64°47.83′N 15°34.53′V / 64.79717°N 15.57550°V / 64.79717; -15.57550
Fjallgarður Enginn
Snæfell.

Gönguleiðin

breyta

Uppganga er tiltölulega auðveld frá Snæfellsskála. Bílastæði er um 1 kílómeter innan við Snæfellsskála. Gangan er um 14 kílómetrar og hækkunin 1030 metrar[1] Á toppi fjallsins er sísnævi þaðan sem mikið og víðfeðmt útsýni er til allra átta. Á góðviðrisdögum sést vel yfir Vesturöræfi, Kverkfjöll, Fljótsdal, Fljótsdalshérað, Vatnajökul og Hvannadalshnjúk svo eitthvað sé nefnt.

Yfir sumartímann starfa landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðinu og eru með aðsetur í Snæfellsskála sem er staðsettur við rætur fjallsins. [2]

Tengt efni

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

breyta
  1. „Snæfell“. www.ferdaf.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2021. Sótt 4. apríl 2021.
  2. Vatnajökulsþjóðgarður. „Snæfell / Lónsöræfi“. Vatnajökulsþjóðgarður. Sótt 4. apríl 2021.