Snæfellsskáli stendur við norðanvert Snæfell, skálinn var reistur af Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs í ágúst 1970.

Snæfellsskáli.

GPS staðsetning skálans er 64.48.250 N / 15.38.600 V[1]

Skálinn er staðsettur á við rætur Snæfells á vegi F909 sem nær alla leið inn að Brúarjökli[2]

Skálinn er í dag í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs og er aðsetur landvarða. Þeir taka  á móti gestum sem sækja svæðið heim og veita upplýsingar um svæðið yfir sumartímann.

Svefnpokagisting er í skálanum fyrir um 45 manns. Gistingin skiptist í tvö herbergi sem búin eru kojum (Söngstofu og Tókastofu) einnig er hægt að gista í flatsæng á loftinu fyrir ofan eldhúsið sem kallast Þokuloft. Skálinn er búinn eldhúsi og matsal sem að sem að tekur um 30 manns í sæti[1].

Skálinn er hitaður upp með olíueldavél á sumrin og er rennandi vatn í skálanum ásamt salernum og sturtum í þar til gerðu húsi suðaustan við hann. Á veturna er skálinn hitaður með timbur kamínu  og er þurrsalerni við í salernishúsi fyrir vetrarferðamenn en ekkert rennandi vatn er á svæðinu yfir vetrar tímann[1].

Tjaldsvæði er staðsett rétt við Snæfellsskála.

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs hafa aðsetur í Snæfellsskála yfir sumartímann og taka á móti gestum þar, þeir veita einnig upplýsingar um svæðið og ástand á gönguleiðum og slóðum[1].

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Vatnajökulsþjóðgarður. „Snæfell / Lónsöræfi“. Vatnajökulsþjóðgarður. Sótt 4. apríl 2021.
  2. „Færð á Austurlandi“. Vegagerðin. Sótt 4. apríl 2021.