Smurbrauð

(Endurbeint frá Smurt brauð)

Smurbrauð eða smurt brauð (danska: smørrebrød) er brauð, yfirleitt rúgbrauð, sem hefur verið smurt með smjöri, smjörlíki eða öðru viðbiti og álegg sett ofan á, svo sem ostur, lifrarkæfa eða pylsa. Smurbrauð getur verið aðalréttur, hluti máltíðar eða smáréttur milli mála og er mikilvægur þáttur í danskri matargerð.

Danskt smurbrauð; fremst á myndinni er rúgbrauð með laxi og remúlaði eða rækjum.

Smurbrauð varð til vegna þarfar til að neyta matar utan heimilis. Frá fornu fari þurftu smalar, bændur, veiðimenn og aðrir sem voru að vinnu langt frá heimilinu að taka með sér nesti og þá var handhægt að hafa með sér brauð og ýmiss konar álegg. Ekki er neitt sérdanskt við slíkt nesti og það var ekki fyrr en í lok 19. öld að danskt smurbrauð varð til í þeirri sérdönsku mynd sem það hefur í dag, þar sem áleggi er staflað á smurðar brauðsneiðar (d. festsmørrebrød). Er slíkt smurbrauð sá danski réttur sem þekktastur er utan Danmerkur.

Þessar íburðarmiklu smurbrauðssneiðar voru fyrst bornar fram á smurbrauðsstofum í Kaupmannahöfn á 9. áratug 19. aldar og sést þeirra fyrst getið á matseðli veitingahússins Nimb í Tívolí 1883.

Ein þekktasta danska smurbrauðsstofan var stofnuð af Oskar Davidsen, en á matseðli hans voru 178 mismunandi tegundir af smurbrauði þegar mest var. Hann var langafi hinnar þekktu smurbrauðsjómfrúar Idu Davidsen og er fimmta kynslóðin nú tekin við smurbrauðsstofu fjölskyldunnar.

Jakob Jakobsson stofnandi Jómfrúarinnar við Lækjargötu í Reykjavík er fyrsti karlmaðurinn í heiminum til að útskrifast með fagbréf í smurbrauðsfaginu. Hann lærði hjá Idu Davidsen.

Tengt efni

breyta
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.