Slóvakía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
yfirlit um þátttöku Slóvakíu í Eurovision
Slóvakía hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 7 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1994. Landið reyndi að taka þátt árið 1993, en komst ekki áfram úr undankeppninni.[a] Í fyrstu þrem þátttökunum endaði Slóvakía aldrei í hærra en átjánda sæti, sem var árið 1996. Vegna lélegrar niðurstöðu fékk landið ekki að taka þátt í keppnunum árin 1995 og 1997, og endaði með að það dró sig úr keppni árið 1999. Slóvakía snéri aftur árið 2009 en dró sig aftur úr keppni fjórum árum seinna eftir að það komst aldrei áfram í úrslit.
Slóvakía | |
---|---|
Sjónvarpsstöð | Rozhlas a televízia Slovenska (RTVS) |
Söngvakeppni | Engin |
Ágrip | |
Þátttaka | 7 (3 úrslit) |
Fyrsta þátttaka | 1994 |
Besta niðurstaða | 18. sæti: 1996 |
Núll stig | Aldrei |
Tenglar | |
Síða Slóvakíu á Eurovision.tv |
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
breytaSíðasta sæti | |
Framlag valið en ekki keppt |
Ár | Flytjandi | Lag | Tungumál | Úrslit | Stig | U.úrslit | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1993 | Elán | Amnestia na neveru | slóvakíska | Komst ekki áfram [a] | 4 | 50 | |
1994 | Tublatanka | Nekonečná pieseň | slóvakíska | 19 | 15 | Engin undankeppni | |
1996 | Marcel Palonder | Kým nás máš | slóvakíska | 18 | 19 | 17 | 38 |
1998 | Katarína Hasprová | Modlitba | slóvakíska | 21 | 8 | Engin undankeppni | |
2009 | Kamil Mikulčík & Nela Pocisková | Leť tmou | slóvakíska | Komst ekki áfram | 18 | 8 | |
2010 | Kristína | Horehronie | slóvakíska | 16 | 24 | ||
2011 | TWiiNS | I'm Still Alive | enska | 13 | 48 | ||
2012 | Max Jason Mai | Don't Close Your Eyes | enska | 18 | 22 | ||
Engin þátttaka síðan 2012 (12 ár) |
- ↑ 1,0 1,1 Slóvakía komst ekki upp úr Kvalifikacija za Millstreet sem var undankeppnin árið 1993. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.