Skyn var félag nemenda með sérstaka námsörðuleika sem stofnað var árið 2007 með aðsetur við Háskóla Íslands. Félagið var heildar- og þverfagleg samtök sem vann meðal annars að umbætum á Uglunni, fjarkennslu skólans. Félagið var afskráð árið 2020.[1]

Nafnið Skyn var fengið úr kvæðinu Gylfaginning:

„ok eigi er undr at mikill kraptr fylgi yðr, er þér skuluð kunna skyn Guðanna ok vita hvern biðja skal hvers hlutar“

Saga breyta

Forverar félagsins voru meðal annars Sameinað hagsmunafélag nemenda með sérstaka námsörðuleika, Skuld og Lesblindufélag Háskóla Íslands.

Lesblindufélag Háskóla Íslands var stofnað snemma árs 2006 á rótum eldra félags sem var starfandi 1998 - 2000. Félagið var hagsmunafélag fyrir fólk með einkenni lesblindu og vildi ljúka háskólanámi, óháð því hvort það sé í námi eða ekki. Félagið var starfandi við Háskóla Íslands. 4. apríl 2007 gekk félagið í hið nýstofnaða félag Sameinað hagsmunafélag nemenda með sérstaka námsörðuleika. Eining stjórn hefur verið starfandi í félaginu frá árinu 2009, og í kjölfarið árið 2010 voru stofnaðir tveir nemendahópar sjálfstæðr frá starfsemi Skyn annar um málefni Lesblindra nemenda og hinn um málefni ADHD nemenda.

Sameinað hagsmunafélag nemenda með sérstaka námsörðuleika var stofnað til að gefa lesblindum, ADHD og Tourette, og öllum þeim sem telja sig hafa sértæka námsörðugleika, tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Á stefnuskrá félagsins var markmiðið að verða sýnilegt afl innan háskólans og í forsvari þegar málefni félagsins bar á góma. Félagið beitti sér fyrir réttindabaráttu félagsins jafnt innan og utan háskóla og vera þrýstihópur fyrir félagsins um málefni þess. Félagið stuðlaði að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefni hópanna innan sem flestra háskólagreina. Tilgangur þess var að vera sjálfstætt og án samkeppni við önnur félög um sömu málefni á öðrum sviðum. Núverandi félag tók við starfsemi þess árið 2007 og starfaði í tvö ár.


Málefnin breyta

Starfssvið breyta

Tenglar breyta

  1. Fyrirtækjaskrá (8. maí 2020). „Fyrirtækjaskrá RSK: Félag Nemenda með sértæka náms“. Ríkisskattstjóri. Sótt 3. mars 2021.