Skagerrak

(Endurbeint frá Skagerak)

Skagerrak er sund inn úr Norðursjó milli suðausturstrandar Noregs, Jótlands í Danmörku og suðvesturstrandar Svíþjóðar (Bohuslän). Suður úr Skagerrak liggur Kattegat sem tengist við Eystrasalt um Eyrarsund, Litla-Belti og Stóra-Belti. Bein lína frá Grenen á Skagen á Norður-Jótlandi að Marstrand í Svíþjóð greinir á milli Skagerrak og Kattegat. Oslóarfjörður gengur norður úr Skagerrak.

Kort sem sýnir Skagerrak

Tengt efni

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.