Stórabelti

Sund í Danmörku sem tengir Eystrasalt við Kattegat og Atlantshaf
(Endurbeint frá Stóra-Belti)

Stórabelti (eða Beltissund) er sundið á milli Sjálands og Fjóns í Danmörku. Mesta dýpt sundsins er um 60 metrar. Yfir sundið liggur Stórabeltisbrúin, frá Korsør á Sjálandi til Nyborg á Fjóni með viðkomu á Sprogø, sem er smáeyja í miðju sundinu. Stórabelti er stærsta og mikilvægasta sundið af þeim þremur sem tengja Kattegat við Eystrasalt, hin eru Eyrasund og Litlabelti.

Stórabeltisbrúin yfir Stórabelti.

Tengt efni

breyta
   Þessi Danmerkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.