Skagen

(Endurbeint frá Vendilskagi)

Skagen (nefndur Vendilskagi á íslensku eða Vandilskagi) er bær og umhverfið í kring í Vendilsýslu á Norður-Jótlandi. Bærinn sjálfur er nyrsti bær Danmerkur. Íbúafjöldi í Skagen var um 8.000 árið 2018.[1].

Miðbærinn í Skagen

BærinnBreyta

Á Skagen er næsthæsti viti Danmerkur Skagen Fyr (eða Det grå fyr) en þaðan er gott útsýni yfir næsta nágrenni. Bærinn er þekktur fyrir fiskihöfn sína og er mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þar er t.d. haldin hátíð á hverju ári, eða allt frá árinu 1971, sem nefnist Skagen festival og er fjölsótt hátíð. Endastöð fyrir Skagebanen er Skagen Station og var byggð 1919.

Suður af Skagen er „Den tilsandede kirke“ og tanginn sem teygir sig upp af Vendilskaganum nefnist Grenen (Greinin), en hann aðskilur Skagerrak og Jótlandshaf (Kattegat). Á svæðinu i kringum Skagen er sérkennileg náttúra, sem ekki er að finna annars staðar í Danmörku.

 
Grenen

Hópur danskra málara – kallaðir Skagamálararnir, þau P.S. Krøyer, Anna Ancher og Michael Ancher o.fl. - dáðust mjög að birtunni á þessum slóðum og fluttust þangað til að mála, en mörg verka þeirra er hægt að sjá á Skagens Museum.

Liturinn á húsunum er sérstakur – og nefnist skagengul á dönsku (skagagulur) – og hvítir kantar á þaksteininum þykja einkenna bæinn og nágrennið.

Maður frá Skagen nefnist skagbo á dönsku (einnig stafsett „skawbo“), eða skagabúi.

Frægir íbúar SkagenBreyta

HeimildirBreyta

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.