Skaftafellssýsla var sýsla á Suðurlandi sem náði frá Mýrdalsjökli í vestri að Hvalsnesskriðum í austri. Hún skiptist nú í Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu með sýslumenn á Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði.

Sýslan var kjördæmi frá 1844 til 1877 þegar henni var skipt í tvö einmenningskjördæmi: Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Með nýju kjördæmaskipaninni 1959 varð Vestur-Skaftafellssýsla hluti Suðurkjördæmis en Austur-Skaftafellssýsla hluti Austurlandskjördæmis. Þegar kjördæmaskipaninni var breytt aftur 1999 varð öll Skaftafellssýsla hluti Suðurkjördæmis.