Skólavörðustígur

Skólavörðustígur er gata í Reykjavík sem liggur frá Skólavörðuholti í suðaustri að mótum Laugavegar og Bankastrætis í norðvestri. Hann er kenndur við Skólavörðuna, sem Skólavörðuholt heitir líka eftir, sem stúdentar við Lærða skólann hlóðu nokkurn veginn þar sem nú er Hallgrímskirkja. Við götuna er fjöldi fyrirtækja og íbúða. Hún er tvístefnugata milli Eiríksgötu og Bergstaðastrætis en einstefna niður/norðvestur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar/Bankastrætis. Hámarkshraðinn er 30 km/klst. Hallgrímskirkjuturn er eitt eftirtektarverðasta kennileiti Skólavörðustígs, en hann gnæfir í suðaustri.

Mynd tekin niður Skólavörðustíg úr turni Hallgrímskirkju.

Hús við Skólavörðustíg

breyta

Tengt efni

breyta
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.