Skólahljómsveit Kópavogs - Skólahljómsveit Kópavogs

Skólahljómsveit Kópavogs - Skólahljómsveit Kópavogs er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni flytur Skólahljómsveit Kópavogslög leikin lög. Hljómsveitarstjóri: Björn Guðjónsson

Skólahljómsveit Kópavogs - Skólahljómsveit Kópavogs
Bakhlið
SG - 104
FlytjandiSkólahljómsveit Kópavogs
Gefin út1977
StefnaLeikin lög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Kópavogur - Lag: Jón S. Jónsson - Útsetning: Jan Morávek
  2. Gleðiforleikur - Lag: Kélar Bela - Útsetning: Charles J. Roberts
  3. Mars úr óperunni Tannhauser - Lag: Wagner - Útsetning: Cor Mellema
  4. Lagasyrpa - Lag: Sigfús Halldórsson - Litla flugan - Við Vatnsmýrina - Hvers vegna - Dagný - Hálfgleymd serenaða - í dag er ég ríkur - Þín hvíta mynd - Við eigum samleið - Tondeleyjó - Litla flugan. Útsetning: Magnús Ingimarsson
  5. Hoch Heidecksburg - Lag: R. Herzer - Útsetning: Richard Hubert
  6. Trumpet Voluntary - Lag: Henry Purcell - Útsetning: S. Tiemersma
  7. Úr útsæ rísa Íslands fjöll - Lag: Páll Ísólfsson - Útsetning: Björn Guðjónsson


Hljóðfæraleikarar

breyta
Hafsteinn Guðmundsson og Gunnar Ormslev leika meö á saxófóna í lagasyrpu Sigfúsar Halldórssonar

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Skólahljómsveit Kópavogs hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frábæran leik sinn og góða framkomu og Kópavogi hefur hún tengst þeim böndum, að hvort nafnið leitar hins þá um er rætt. Þessi 10 ára unglingur er í senn sómi og stolt okkar Kópavogsbúa.

Skólahljómsveit Kópavogs hóf æfingar í nóvember 1966 og lék í fyrsta sinn opinberlega á 10 ára afmæli Kársnesskóla 22. febrúar 1967 og við þann dag hefur sveitin kosið að miða aldur sinn og afmælisdag. Má í þessu greina ræktarsemi til skólans, sem frá byrjun hefur lagt henni húsnæði til æfinga, virðingu og þökk til skólastjóra hans og kennara, sem ætið hafa stuðlað að velferð hennar.

Skólahljómsveitin hefur leikið svo víða, að hvorki er rúm til að telja þá staði alla né nein nauðsyn í auglýsingaskyni, svo kunn sem hún er um land allt. Ég hlýt þó að játa, að oft hefur mér hlýnað um hjartaræturnar, þegar ég hef heyrt útlendinga hrósa leik sveitarinnar á erlendri grund og því skal þess getið, að hún hefur leikið í mörgum borgum á Norðurlöndum og Skotlandi m.a. í flestum vinabæjum Kópavogs. Kærkomnustu viðurkenningu hlaut sveitin þó, þegar hún var valin til þess að leika á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 28. júlí 1974. Þá fannst víst mörgum gaman að vera Kópavogsbúi.

Margir eiga þakkir skildar fyrir stuðning við sveitina. Á engan verður þó hallað, þótt þrjú nöfn séu sett framar öðrum, enda eru þau tengd félögum sveitarinnar þeim böndum lærdóms og listar að ekki munu bresta. Hljóðfæraleikararnir Jóhannes Eggertsson og Vilhjálmur Guðjónsson hafa lengst af annast kennslu á hin ýmsu hljóðfæri og farið nærfærnum höndum um efnivið sinn, enda hlotið virðingu á móti í ríkum mæli. Björn Guðjónsson trompetleikari, sem frá upphafi hefur þjálfað sveitina og stjórnað henni, hefur sannarlega verið sá samnefnari, sem hin mörgu og oft smáu brot hafa gengið upp í. Með sanngjörnum aga og næmum skilningi á þeim aldurshópi, sem hér er að starfi, hefur honum tekist að raða svo saman á brotastrikinu, að samlagningin hefur orðið ljúfur leikur og útkoman samræmd og hljómfögur heild.