Birgir Baldursson (fæddur 2. október 1963) er íslenskur trommuleikari. Hann hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og á ótal plötum. Birgir varð þekktur sem trommari í hljómsveitunum SH draum og Bless. Síðan spilaði hann í nokkur ár með Sálinni hans Jóns míns en átti ekki samleið með þeirri hljómsveit. Birgir hefur þar að auki trommað með Unun, Ragnheiði Gröndal, Kombóinu, Heiðu og Heiðingjunum, Bubba Morthens, Mannakornum, Todmobile og Megasi svo einhverjir séu nefndir.

Birgir hefur einnig látið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni. Hann er heitur trúleysingi og stjórnarmaður í Vantrú.