Goðaland er landsvæði norður af Fimmvörðuhálsi sem afmarkast af Merkurtungum og Múlatungum í vestri og austri en af Krossá í norðri. Kirkjan á Breiðabólstað í Fljótshlíð var lengi eigandi Goðalands og var þar einhver vetrarbeit. [1] Hlíðar og dalir eru vaxnir aðallega birki og kjarri og eru stikaðar gönguleiðir um svæðið. Fjallið Útigönguhöfði (805 metrar) eru meðal áberandi kennileita. Af Morinsheiði og Heiðarhorni sem skagar af henni er mikið útsýni yfir svæðið. Strákagil að austan og Hvannárgil að vestan eru fremur brött gil en þar eru göngustígar.

Goðaland og Básar séð frá hlíðum Útigönguhöfða.
Gönguleið.
Kort Útivistar af svæðinu.

Í Goðalandi er aðstaða fyrir ferðamenn í Básum sem ferðafélagið Útivist hefur byggt upp. Norður af Krossánni er Þórsmörk en Goðaland er stundum kallað Þórsmörk af misgáningi.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls? Vísindavefur, skoðað 11. sept, 2017.