Sinnep er bragðbætir úr mustarðskornum. Kornunum er bætt við vatn, salt, sítrónusafa eða aðra vökva, og stundum ýmisleg bragðefni, til að mynda þykkni sem getur verið gult eða brúnt á litinn. Mismunandi meðhöndlun kornanna gefur mismunandi áfurð og bragð. Mustarðskornin má annaðhvort nota heil, möluð, sprungin eða marin.

Mustarðskorn og ýmiss konar sinnep

Oft er sinnep parað saman með kjöti eða osti og er vinsælt í samlokur, salöt, hamborgara og með pylsum. Sinnep er líka notað sem hráefni í dressingar, gljáa, sósur, súpur og maríneringar. Sem þykkni og korn er sinnep notað víða í Indlandi, Miðjarðarhafslöndum, Norður-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku, sem þýðir að það er eitt vinsælasta kryddið í heimi.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.