Sinnep
Sinnep er bragðbætir úr mustarðskornum. Kornunum er bætt við vatn, salt, sítrónusafa eða aðra vökva, og stundum ýmisleg bragðefni, til að mynda þykkni sem getur verið gult eða brúnt á litinn. Mismunandi meðhöndlun kornanna gefur mismunandi áfurð og bragð. Mustarðskornin má annaðhvort nota heil, möluð, sprungin eða marin.
Oft er sinnep parað saman með kjöti eða osti og er vinsælt í samlokur, salöt, hamborgara og með pylsum. Sinnep er líka notað sem hráefni í dressingar, gljáa, sósur, súpur og maríneringar. Sem þykkni og korn er sinnep notað víða í Indlandi, Miðjarðarhafslöndum, Norður-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku, sem þýðir að það er eitt vinsælasta kryddið í heimi.