Um jurtina, sjá salat.

Salat er réttur sem samanstendur af litlum matarbitum, oftast grænmeti. Salöt eru oft borin fram köld eða við stofuhita, en sum salöt eins og þýskt kartöflusalat, eru borin fram heit. Orðið salat má rekja til latnesku salatus „saltaður“.

Salat með jöklasalati, gúrku, vorlauk, rauðrófu, ólífum, fetaosti og sólþurrkuðum tómötum.

Grunnur margra salata er af laufgrænmeti svo sem jöklasalat, klettasalat, grænkál eða spínat, en aðrir tegundir svo sem ávaxtasalat, baunasalat, túnfisksalat og fattoush eru líka til. Ofan á salatið er hellt sósu, sem nefnist dressing, sem er oft nokkurs konar blanda af olíu og ediki.

Salat má borða sem forrétt, aðalrétt, meðlæti eða efirrétt.

Heimild breyta

   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.