Sigrún Þorsteinsdóttir

Sigrún Þorsteinsdóttir (f. 2. september 1941) var forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 1988 en þá bauð hún sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, sem var sitjandi forseti.[1] Sigrún er fædd í Vestmannaeyjum og gekk þar í Sjálfstæðisflokkinn. Hún sagði sig seinna úr honum og gekk í Flokk mannsins og var í Landsráði hans.

Í byrjun júní 1988, þegar leið að forsetakosningum, fór Sigrún fram á kappræður í sjónvarpssal vegna forsetakosninganna, en Vigdís hafnaði þeirri áskorun. Stuðningsmenn Sigrúnar sögðu viðhorf Vigdísar andlýðræðislegt. Vigdís hélt því fram að þar sem þær hefðu báðar fallist á að flytja hvor um sig 10 mínútna ávarp í sjónvarpi þann 23. júní, þá teldi hún að þessi ávörp væru til þess fallin að koma málstað beggja frambjóðenda til skila og ekki væri frekari þörf á að þær kæmu persónulega fram í sjónarpi. Ekkert varð af kappræðunum.

Nokkrum dögum fyrir kosningar sendi Sigrún forsetanum, Vígdisi Finnbogadóttur skeyti og skoraði á hana að staðfesta ekki bráðabirgðalög. Orðrétt var skeytið þannig:

Ég undirrituð skora hér með á yður forseti Íslands frú Vígdís Finnbogadóttir að samþykkja ekki né staðfesta bráðabirgðalög sem fela í sér sviptingu mannréttinda á borð við afnám samningsréttar launþega.

Samtök Græningja lýstu yfir stuðningi við forsetaframboð Sigrúnar þann 12. júní. Þeir hvöttu og alla umhverfisverndar- og friðarsinna til að stuðla að kosningu hennar.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.