Bráðabirgðalög eru lög sem sett eru af stjórnvöldum án þess að hefðbundinn handhafi löggjafarvalds komi nálægt því. Þetta er gert ef brýnt er að setja lög mjög hratt útaf aðkallandi aðstæðum t.d. neyðarástandi og ekki er unnt að kalla til þing til þess.

Ísland

breyta

Á Íslandi setur forseti bráðabirgðalög fyrir atbeina ráðherra þegar þing situr ekki. Nauðsynlegt er að bera bráðabirgðalög undir þingið strax og það kemur saman, til samþykktar eða synjunar. Ef þau eru ekki samþykkt innan sex vikna eftir að Alþingi hefur komið saman (þrátt fyrir að lögin séu í afgreiðslu þingsins), þá falla þau sjálfkrafa úr gildi. Almennt fá engin lög gildi til frambúðar nema hafa samþykki beggja handhafa löggjafarvaldsins, Alþingis og forseta. Undantekning frá þessu er ef forseti synjar undirritun laga og þau verða staðfest í þjóðaratkvæði, þá er ekki gert ráð fyrir því að forseti undirriti lögin. Ekki er hægt að setja bráðabirgðalög á meðan Alþingi er að störfum eða ef þau ríða í bág við stjórnarskránna. Óæskilegt þykir að setja bráðabirgðalög og er slíkt ekki gert, nema að rík ástæða sé til að mati ráðherra. Mjög hefur dregið úr því á síðari árum að bráðabirgðalög séu sett á Íslandi enda hafa þær aðstæður ekki komið oft upp.