Sid Meier

Sid Meier (fæddur 1954) er þekktur tölvuleikjahönnuður. Hann hefur hannað nokkra af vinsælustu tölvuleikjum allra tíma. Meier hefur margsinnis verið heiðraður fyrir framlag sitt til tölvuleikjaiðnaðarins og er enn í dag talinn meðal stærstu nafnanna í þeim geira.

Sid Meier

FerillBreyta

Sid Meier stofnaði MicroProse ásamt Bill Stealey árið 1982. Hjá MicroProse hannaði Meier leikinn sem hann er þekktastur fyrir, Civilization. Meier yfirgaf að lokum MicroProse og stofnaði árið 1996 fyrirtækið Firaxis Games ásamt Jeff Briggs. Í dag gefur Firaxis út herkænskuleiki, en margir þeirra eru endurgerðir eldri leikja Meiers, svo sem Civilization III og Pirates!.

Árið 1999 varð Meier annar maðurinn til að komast í Academy of Interactive Arts and Sciences' Hall of Fame. Sá fyrsti var Shigeru Miyamoto frá Nintendo.

Meier er hamingjusamur fjölskyldufaðir í Hunt Valley, Maryland.

TilvitnunBreyta

„Leikur er röð af áhugaverðum ákvörðunum.“

LeikirBreyta

Meier hefur hannað leiki í um þrjá áratugi. Nokkrir af þekktari leikjum hans eru hér í tímaröð:

TenglarBreyta