Shehbaz Sharif
Mian Muhammad Shehbaz Sharif (f. 23. september 1951) er pakistanskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Pakistans.
Shehbaz Sharif | |
---|---|
شہباز شریف | |
Forsætisráðherra Pakistans | |
Núverandi | |
Tók við embætti 3. mars 2024 | |
Forseti | Arif Alvi Asif Ali Zardari |
Forveri | Anwar ul Haq Kakar (starfandi) |
Í embætti 11. apríl 2022 – 14. ágúst 2023 | |
Forseti | Arif Alvi |
Forveri | Imran Khan |
Eftirmaður | Anwar ul Haq Kakar (starfandi) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. september 1951 Lahore, Pakistan |
Stjórnmálaflokkur | Múslimabandalag Pakistans (N) |
Maki | Begum Nusrat (g. 1973) Tehmina Durrani (g. 2003) |
Börn | 4 |
Háskóli | Government College University, Lahore |
Starf | Stjórnmálamaður |
Shehbaz Sharif er yngri bróðir Nawaz Sharif, sem hefur þrisvar verið forsætisráðherra Pakistans. Shehbaz, sem þá var forsætisráðherra í Púnjab-héraði, tók við af Nawaz sem leiðtogi Múslimabandalagsins (N) eftir að Nawaz var leystur úr embætti vegna meints fjármálamisferlis þegar nafn hans birtist í Panamaskjölunum árið 2016.[1] Shehbaz Sharif leiddi Múslimabandalagið í þingkosningum ársins 2018, þar sem flokkurinn tapaði fyrir Réttlætishreyfingu Imrans Khan.[2]
Í apríl 2022 samþykkti stjórnarandstaðan vantrauststillögu gegn Imran Khan eftir að Réttlætishreyfingin missti þingmeirihluta sinn vegna liðhlaupa.[3] Shehbaz Sharif var í kjölfarið kjörinn nýr forsætisráðherra af þinginu.[4][5][6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Oddur Stefánsson (13. ágúst 2017). „Ísland austursins“. Kjarninn. Sótt 12. apríl 2022.
- ↑ Þórgnýr Einar Albertsson (26. júlí 2018). „Stormasamri kosningabaráttu nú lokið“. Fréttablaðið. bls. 10.
- ↑ Viktor Örn Ásgeirsson (9. apríl 2022). „Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli“. Vísir. Sótt 10. apríl 2022.
- ↑ Bjarni Pétur Jónsson (10. apríl 2022). „Sharif tekur við forsætisráðherraembættinu á morgun“. RÚV. Sótt 12. apríl 2022.
- ↑ Ásgeir Tómasson (11. apríl 2022). „Nýr forsætisráðherra í Pakistan“. RÚV. Sótt 12. apríl 2022.
- ↑ Atli Ísleifsson (11. apríl 2022). „Bróðir fyrrverandi forsætisráðherra nýr forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 12. apríl 2022.
Fyrirrennari: Imran Khan |
|
Eftirmaður: Anwar ul Haq Kakar (starfandi) | |||
Fyrirrennari: Anwar ul Haq Kakar (starfandi) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |