Evrópusardína

(Endurbeint frá Sardina pilchardus)

Evrópusardína (fræðiheiti: Sardina pilchardus) er af ættbálki síldfiska (Clupeiformes) og þeirra tegunda sem í daglegu tali eru kallaðar sardínur ásamt, kaliforníusardínu (Sardinops sagax), inversku olíusardínuna (Sardinella longiceps) og regnbogasardínu (Dussumieria acuta) og fleiri tegundum. Evrópusardína er mikilvægur nytjafiskur víða um heim jafnt austan hafs sem vestan.[1][2]

Evrópusardína


Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Beinfiskar (Actinopterygil)
Ættbálkur: Síldfiskar (Clupeiformes)
Ætt: Síldaætt (Clupeidae)
Ættkvísl: Sardina (Antipa, 1904)
Tegund:
Evrópusardína (S. pilchardus)

Tvínefni
Sardina pilcardus
Samheiti
  • Alosa pilchardus
  • Clupea pilchardus
  • Clupea harengus pilchardus

Lýsing

breyta
 

Evrópusardínan er langvaxinn fiskur, frekar sívalur en lítill til meðalstór. Hún svipar til síldar. Búkurinn er þakinn hreistri og þar með talinn kviðurinn. Engin rák er á hliðum. Raufarugginn er mun aftar en bakugginn og kviðuggarnir eru undir bakugga og eru vel þroskaðir líkt og eyruggarnir, sporðurinn er djúpsýldur. Efri hluti bolsins er grænleitur, hliðarnar gullnar á litinn en kviðurinn silfurlitur, stundum með svartar doppur á hliðunum. Evrópusardína getur náð 25 cm lengd en er venjulega 15-20 cm.[3]

Heimkynni

breyta

Evrópusardínan finnst í norðaustur Atlantshafi, Miðjarðarhafi og Svartahafi. Hún dreifir sér frá Íslandi til suðurhluta Noregs og Svíþjóðar og alla leið til Senegals í Vestur-Afríku. Í Miðjarðahafinu er hún algeng í vestari hluta Adríahafs, en minna er af henni í eystri hluta þess og Svartahafinu.

Evrópusardína er uppsjávarfiskur sem gegnur í stórum torfum og heldur sig aðallega við strendur. Á daginn er hún mest á 25–55 metra dýpi en á nóttunni grynnkar hún á sér.[4]

Lífshættir

breyta
 

Evrópusardínan lifir eingöngu í sjó og við strendur. Hún er göngufiskur sem kýs að lifa í köldum sjó og verður kynþroska tveggja til þriggja ára með kynslóðatíma fimm til sex ár. Hrygningartíminn er misjafn eftir stofnum í Miðjarðarhafinu og Svartahafinu. Miðjarðahafsstofninn hrygnir frá september til júní, en stofninn í Svartahafinu frá júní til ágúst. Hrygningin á sér stað við ströndina eða á opnu hafi og er frjósemin 50.000–60.000 egg á hrygnu með þvermál um 1,5 mm hvert egg.[5]

Sardínan yfirgefur Miðjarðarhafið og ströndina á haustin vegna þess að hún vill komast í kaldari sjó og stöðugara seltustig. Seiðin eru orðin 13–14 cm við kynþroskann en fullvaxinn er fiskurinn um átta ára og er þá í kringum 20 cm.

Fæðan samanstendur af plöntu- og dýrasvifum og nærist fiskurinn aðallega á þeim á nóttunni er svifið er nær yfirborðinu. Evrópusardínan gegnir veigamiklu hlutverki í vistkerfi Miðjarðarhafsins sem einn helsti neytandi svifsins þar og sem fæða ýmissa botnlægra fiska eins og kolmúla (Merluccius merluccius) og hafáls (Conger conger).[6]

Nytjar

breyta
 

Evrópusardínan er veidd í miklum mæli og gegnir veigmiklu efnahagslegu hlutverki. Hún er aðallega veidd í hringnót og net en einnig í strandvörpu. Árlega eru veidd um milljón tonn og eru Marokkó og Spánn stærstu veiðiþóðirnar.[7] Fiskurinn er seldur ferskur, frosinn eða niðursoðinn en einnig saltaður og reyktur eða jafnvel þurkaður. Þá fer líka eitthvað af honum í beitu fyrir veiðarfæri og í framleiðslu á fiskafóðri.[8]

Fiskurinn er almennt ekki talinn í hættu á að vera ofveiddur en úti fyrir ströndum Marokkó eru þó ákveðnar takmarkanir á veiðum. Einnig eru takmarkanir á fjárfestingum í niðursuðuverksmiðjum. Það er engin skilgreind lágmarksstærð fisks sem má veiða en takmörkun er á fjölda fiska sem má vera í kílói eða 50 stykki. Evrópusambandið hefur sett reglur um að ekki megi landa smærri sardínu en 11 cm og ekki færri en 55 fiskar í kílói. Engar takmarkanir eru á löndun við Svartahafið. Tegundin getur gengið inn á svæði sem eru vernduð fyrir fiskveiðum og notið verndar á þann hátt.[9]

Tilvísanir

breyta
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Sardine#Historyhttp://species-identification.org/species.php?species_group=fnam&id=1237 Geymt 20 ágúst 2018 í Wayback Machine
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2018. Sótt 10. september 2018.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2018. Sótt 10. september 2018.
  4. http://www.fao.org/fishery/species/2910/en
  5. http://www.iucnredlist.org/details/198580/0
  6. https://books.google.is/books?id=PDlCjy30WKkC&pg=PA209&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false
  7. http://www.fao.org/fishery/species/2910/en
  8. http://www.iucnredlist.org/details/198580/0
  9. http://www.iucnredlist.org/details/198580/0