Saksóknari Alþingis
Saksóknari Alþingis var kosinn af Alþingi þann 12. október 2010 til þess að sækja af hendi Alþingis mál sem þingið höfðar fyrir Landsdómi á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Geir er ákærður fyrir „...brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár...“.[1]
Aðdragandi málsins er sá að í kjölfar bankahrunsins 2008 var skipuð rannsóknarnefnd til þess að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna.[2] Þann 30. desember 2009 kaus Alþingi síðan þingmannanefnd til þess að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum skýrslunar.[3] Rannsóknarnefndin skilaði skýrslu þann 12. apríl 2010 og þingmannanefndin skilaði síðan sinni skýrslu 11. september 2010.[4][5] Meirihluti þingmannanefndarinnar lagði síðan fram þingsályktunartillögu þess efnis að mál yrði höfðað gegn Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, Árna M. Mathiesen og Björgvini G. Sigurðssyni vegna „vegna refsiverðrar háttsemi þeirra í embættisfærslu sinni á árinu 2008“.[6] Kosið var um tillöguna og niðurstaðan varð síðan sú að Alþingi ályktaði að höfða ætti mál á hendur Geir H. Haarde.[7] Málið var þingfest þann 7. júní 2011 í bóksal Þjóðmenningarhússins.[8]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ákæra“ (PDF). Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Lög um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (starfaði á 138. löggjafarþingi, 2009-2010)“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Tillaga til þingsályktunar“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Þingsályktun um málshöfðun gegn ráðherra“. Sótt 31. október 2011.
- ↑ „Þingfesting Landsdómsmálsins“. Sótt 31. október 2011.
Tenglar
breyta- Heimasíða Geymt 1 nóvember 2011 í Wayback Machine