Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (stundum nefnd Sannleiksnefnd Alþingis) var níu manna þingnefnd alþingismanna sem brást við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin starfaði í um fimm mánuði við að fara ofan í kjölinn á skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem var gerð opinber 12. apríl 2010 og ákveða viðbrögð við henni. Niðurstöður nefndarinnar voru gerðar opinberar 11. september 2010 í formi skýrslu. Meðal helstu niðurstaðna voru þær að koma þyrfti á skýrari skiptingu ríkisvaldsins, sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu þyrfti að efla, og getu þingsins til þess að sinna þingeftirliti sömuleiðis. Loks ættu þingmenn að setja sér siðareglur.[1]
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi: Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra (2005-2009), Geir Haarde, forsætisráðherra (2006-2009) og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra (2007-2009). Þingmannanefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort samþykkja bæri þingsályktunartillögu um kæru á hendur ráðherra vegna brota í starfi. Þingmenn Samfylkingarinnar vildu að ofangreindir þrír ráðherrar yrðu ákærðir fyrir landsdóm. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar vildu því til viðbótar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra (2007-2009), yrði ákærð. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu að ekki bæri að ákæra neinn ráðherra.[2]
Með atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögur nefndarinnar þann 28. september 2010 var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30 að höfðað skyldi mál fyrir Landsdómi á hendur Geir H. Haarde en tillögur um málshöfðun á hendur Ingubjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvini G. Sigurðssyni voru felldar.[3] Skipaður var sérstakur saksóknari Alþingis sem birti Geir formlega ákæru og málið Alþingi gegn Geir H. Haarde var rekið fyrir Landsdómi en því lauk með sakfellingu vegna eins ákæruliðar en sýknu eða frávísun annarra liða. Geir var ekki gerð sérstök refsing í málinu.
Samsetning
breytaStjórnmálaflokkur | Þingmenn |
---|---|
Samfylkingin | Magnús Orri Schram & Oddný G. Harðardóttir |
Framsóknarflokkurinn | Sigurður Ingi Jóhannsson & Eygló Harðardóttir |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Atli Gíslason & Lilja Rafney Magnúsdóttir |
Sjálfstæðisflokkurinn | Unnur Brá Konráðsdóttir & Ragnheiður Ríkharðsdóttir* |
Hreyfingin | Birgitta Jónsdóttir |
* (tók sæti Ásbjörns Óttarssonar) |
Formaður nefndarinnar var Atli Gíslason og vakti athygli að flestir þingmannanna voru nýir á þingi. Nefndin endurspeglaði styrk stjórnmálaflokka á þingi. Þá var þar líka Birgitta Jónsdóttir úr flokki Hreyfingarinnar en hún gerði kröfu um varaformannssæti í nefndinni. Þingmennirnir voru kosnir án atkvæðagreiðslu á þingfundi þann 30. desember 2009.[4]
Ásbjörn Óttarsson var í lok janúar 2010 hvattur til að segja sig úr nefndinni eftir að hafa viðurkennt að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007.[5] Hann sagði sig úr nefndinni í febrúar og í stað hans kom Ragnheiður Ríkharðsdóttir.[6]
Þingsályktun um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum
breytaÞingmaður | fl. | GHH | ISG | ÁMM | BGS |
---|---|---|---|---|---|
Atli Gíslason | já | já | já | já | |
Álfheiður Ingadóttir | já | já | já | já | |
Árni Þór Sigurðsson | já | já | já | já | |
Björn Valur Gíslason | já | já | já | já | |
Huld Aðalbjarnardóttir | já | já | já | já | |
Jón Bjarnason | já | já | já | já | |
Katrín Jakobsdóttir | já | já | já | já | |
Lilja Rafney Magnúsdóttir | já | já | já | já | |
Lilja Mósesdóttir | já | já | já | já | |
Margrét Pétursdóttir | já | já | já | já | |
Steingrímur J. Sigfússon | já | já | já | já | |
Svandís Svavarsdóttir | já | já | já | já | |
Þráinn Bertelsson | já | já | já | já | |
Þuríður Backman | já | já | já | já | |
Ögmundur Jónasson | já | já | já | já | |
Birgitta Jónsdóttir | já | já | já | já | |
Margrét Tryggvadóttir | já | já | já | já | |
Þór Saari | já | já | já | já | |
Ásmundur Einar Daðason | já | já | já | já | |
Birkir Jón Jónsson | já | já | já | já | |
Eygló Harðardóttir | já | já | já | já | |
Sigurður Ingi Jóhannsson | já | já | já | já | |
Siv Friðleifsdóttir | já | já | já | já | |
Vigdís Hauksdóttir | já | já | já | já | |
Helgi Hjörvar | já | nei | nei | nei | |
Jónína Rós Guðmundsdóttir | já | já | já | já | |
Magnús Orri Schram | já | já | já | nei | |
Mörður Árnason | já | já | já | s.h. | |
Oddný G. Harðardóttir | já | já | já | nei | |
Ólína Þorvarðardóttir | já | nei | já | já | |
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir | já | nei | já | já | |
Skúli Helgason | já | nei | nei | nei | |
Valgerður Bjarnadóttir | já | já | já | nei | |
Guðmundur Steingrímsson | nei | nei | nei | nei | |
Gunnar Bragi Sveinsson | nei | nei | nei | nei | |
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | nei | nei | nei | nei | |
Anna Margrét Guðjónsdóttir | nei | nei | nei | nei | |
Árni Páll árnason | nei | nei | nei | nei | |
Ásta R. Jóhannesdóttir | nei | nei | nei | nei | |
Guðbjartur Hannesson | nei | nei | nei | nei | |
Jóhanna Sigurðardóttir | nei | nei | nei | nei | |
Katrín Júlíusdóttir | nei | nei | nei | nei | |
Kristján L. Möller | nei | nei | nei | nei | |
Róbert Marshall | nei | nei | nei | nei | |
Sigmundur Ernir Rúnarsson | nei | nei | nei | nei | |
Þórunn Sveinbjarnardóttir | nei | nei | nei | nei | |
Össur Skarphéðinsson | nei | nei | nei | nei | |
Árni Johnsen | nei | nei | nei | nei | |
Ásbjörn Óttarsson | nei | nei | nei | nei | |
Birgir Ármannsson | nei | nei | nei | nei | |
Bjarni Benediktsson | nei | nei | nei | nei | |
Einar K. Guðfinnsson | nei | nei | nei | nei | |
Guðlaugur Þór Þórðarson | nei | nei | nei | nei | |
Kristján Þór Júlíusson | nei | nei | nei | nei | |
Ólöf Nordal | nei | nei | nei | nei | |
Pétur H. Blöndal | nei | nei | nei | nei | |
Ragnheiður E. árnadóttir | nei | nei | nei | nei | |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir | nei | nei | nei | nei | |
Sigurður Kári Kristjánsson | nei | nei | nei | nei | |
Tryggvi Þór Herbertsson | nei | nei | nei | nei | |
Unnur Brá Konráðsdóttir | nei | nei | nei | nei | |
Víðir Smári Petersen | nei | nei | nei | nei | |
Þorgerður K. Gunnarsdóttir | nei | nei | nei | nei | |
33 já | 29 já | 31 já | 27 já | ||
30 nei | 34 nei | 32 nei | 35 nei | ||
samþ. | fellt | fellt | fellt |
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Meginniðurstöður þingmannanefndar“. 11. september 2010.
- ↑ „Lagt til að ráðherrar verði ákærðir“. 11. september 2010.
- ↑ „Atkvæðagreiðslur um tillögur þingmannanefndar um skýrslu RNA“. Alþingi [á vefnum]. [skoðað 22-01-2013].
- ↑ 4,0 4,1 Alþingi: Fundargerð 138. þingi, 65. fundi, boðaður 2009-12-30 10:30, stóð 10:29:56 til 23:33:15 gert 4 9:32:
- ↑ „Ásbjörn hvattur til að víkja úr sannleiksnefnd Alþingis. Verður rætt í nefndinni; af Eyjunni.is 28.1 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2010. Sótt 28. janúar 2010.
- ↑ „Ragnheiður í stað Ásbjörns“. 2. febrúar 2010.
Tenglar
breyta- Skýrsla nefndarinnar
- Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Geymt 26 janúar 2013 í Wayback Machine, af vef Alþingis
- Þingmannanefnd um hrunið býr sig undir að beita lögum um ráðherra- ábyrgð. Ráðamenn fyrir landsdóm?; af Eyjunni.is 8.2 2010 Geymt 12 febrúar 2010 í Wayback Machine