Rustem Zakievich Khamitov er forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Bashkortostan.

Rustem Zakievich Khamitovrússnesku: Рустэм Закиевич Хамитов; á baskísku: Рөстәм Зәки улы Хәмитов, fæddur 18. ágúst 1954) er rússneskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Basjkortostan í Rússneska sambandsríkinu. Hann fæddist í þorpinu Drachenino í Kemeróvofylki Suð-Vestur Síberíu, þá í Sovétríkjunum.

StarfsferillBreyta

Rustem Khamitov útskrifaðist frá menntaskóla í Ufaborg árið 1971 og lauk síðan vélaverkfræðinámi árið 1977 frá Tækniháskólanum N E. Bauman Moskvu. Hann starfaði síðan í ýmsum verksmiðjum í Basjkortostan. Við fall Sovétríkjanna hóf Rustem pólitískan feril sinn. Frá 1994 til 1999 starfaði hann sem ráðherra umhverfismála og almannavarna í Basjkortostan. Árið 1999 starfaði hann við ráðuneyti neyðarástands Rússlands í Moskvu. Frá 2000 starfaði hann sem fulltrúi forseta Rússlands í Volgógradfylki.

Khamitov sem félagi í Sameinuðu Rússlandi, stjórnmálaflokki Dímítrís Medvedev þáverandi forseta og Vladimírs Pútín þáverandi forsætisráðherra, var skipaður 15. júlí 2010 forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Basjkortostan. Hann tók formlega við völdum 19. júlí árið 2010 þegar þing lýðveldisins samþykkti skipun Dmitry Medvedevs á honum sem forseta.

EinkahagirBreyta

Rustem Khamitov er giftur Gulshat Khamitova og eiga þau tvö börn, son sem er verkfræðingur og dóttur sem er starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki. Bæði búa þau í Moskvu. Auk þess að hafa bashjírsku að móðurmál talar hann reiprennandi í rússnesku og ensku. Hann er súnní múslimi. Áhugamál hans eru bækur, tónlist, skíði og siglingar á ám Basjkortostan.

Khamitov er af þjóðarbroti Basjkíra. Faðir hans, Zaki Salimovich Khamitov (1930 – 1993), var prófessor. Móðir hans Raisa Siniyatulovna var stærðfræðikennari en nú komin á eftirlaun. Khamitov starfaði sem verkfræðingur í Basjkortostan. Hann var deildarforseti landbúnaðarvélvæðideildar í Bashkir ríkisháskólanum í Ufa. Hann starfaði einnig við Landbúnaðarháskólann í Ufa á árunum 1973-1980. Yngri bróðir hans, Rashid Khamitov, býr í Ufa og starfar sem bílstjóri.

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

TenglarBreyta