Múltuber (moltuber) (fræðiheiti: Rubus chamaemorus) er villt berjategund. Múltuberjajurtin er lágvaxin jurt og vex oftast í rökum jarðvegi. Múltuber er fjölær og ber fimmdeild hvít blóm. Blómgum byrjar í lok maí og stendur fram í júní og standa blómin í 2-3 vikur. Plönturnar eru einkynja, annað hvort karlblóm sem eingöngu hafa fræfla eða kvenblóm sem eingöngu hafa frævur. Stönglar og blöð þroskast og vaxa allt sumarið og á haustin myndast brum neðanjarðar á jarðvegsrenglum. Brumin geta myndað nýja plöntu. Jarðvegsrenglur vaxa aðallega seinni hluta sumars þegar plantan hefur þroskast og myndað blóm og ber. Rætur múltubers ná niður á 1-2 m dýpi. Múltuberjaplanta fjölgar sér bæði með fræi og jarðvegsrenglum. Fuglar éta berin og þannig dreifast fræin. Til að ber og fræ myndist þurfa múltuber skordýra- eða vindfrjóvgun og á norðlægum slóðum eru þar humlur áhrifaríkastar. Þroskun berja getur tekið 25-65 daga en mörg lítil steinaldin mynda berin. Berin eru fyrst dökkrauð en verða ljósappelsínugul. Múltuber vaxa villt á norðurhveli jarðar frá 50 til 70 breiddargráðu. Múltuber hafa ekki vaxið villt á Íslandi. Múltuber vaxa einkum í mýrajarðvegi með lágt sýrustig en geta líka vaxið í grunnum jarðvegi þar sem úrkoma er mikil. Nauðsynlegt er að jarðvegur sé nægilega rakur, súr og næringarríkur.

Múltuber
Úr „Bilder ur Nordens Flora“ (1917-1926)
Úr „Bilder ur Nordens Flora“ (1917-1926)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Rubus
Tegund:
Múltuber

Tvínefni
Rubus chamaemorus
L.

Múltuber eru C-vítamínauðug og innihalda mikið af andoxunarefnum. Þau voru áður mikilvæg fæða fyrir fólk á Norðurslóðum. Berin voru notuð við skyrbjúg og fleiri kvillum. Geymsluþol berjanna er gott og eru þau mikið notuð í sultur, safa og eftirrétti.

Myndir af múltuberjum breyta

Tengill breyta

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.