Sikiley

eyja í Miðjarðarhafinu sem tilheyrir Ítalíu
(Endurbeint frá Riggiuna Siciliana)

Sikiley (ítalska: Sicilia, sikileyska: Riggiuna Siciliana) er stærsta eyja Ítalíu, stærsta hérað landsins og stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Eyjan nær yfir 25.426 ferkílómetra og er um einn tólfti hluti flatarmáls Ítalíu. Héraðið hefur nokkra sjálfstjórn sökum menningarlegrar sérstöðu. Höfuðstaður þess er borgin Palermó. Sikiley er rétt sunnan við syðsta odd Ítalíu, hið þrönga Messínasund skilur Sikiley frá meginlandinu. Á Sikiley búa um 4,8 milljónir manna en flatarmál eyjunnar er um fjórðungur af flatarmáli Íslands.[1]

Sikiley
Fáni Sikileyjar
Skjaldarmerki Sikileyjar
Staðsetning Sikileyjar á Ítalíu
Staðsetning Sikileyjar á Ítalíu
Hnit: 37°35′59.85″N 14°0′55.36″A / 37.5999583°N 14.0153778°A / 37.5999583; 14.0153778
Land Ítalía
HöfuðborgPalermo
Flatarmál
 • Samtals25.824 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals4.794.512
 • Þéttleiki190/km2
TímabeltiUTC+01:00 (CET)
 • SumartímiUTC+02:00 (CEST)
ISO 3166 kóðiIT-82
Vefsíðawww.regione.sicilia.it Breyta á Wikidata

Fornleifar gefa til kynna að eyjan hafi verið byggð um 12.000 árum f.Kr. Eyjan hefur í gegnum söguna verið mjög mikilvæg vegna heppilegrar staðsetningar miðað við verslunarleiðir um Miðjarðarhafið.[2] Eyjan var hluti af Magna Graecia og lýsti Cíceró borginni Sýrakúsu sem mestu og fallegustu borg Grikklands hins forna.

Gervihnattamynd af Sikiley.

Á eyjunni er eldfjallið Etna sem er 3.329 metrar að hæð, stærsta virka eldfjall Evrópu og eitt það virkasta í heiminum.

Orðsifjar

breyta

Helst er talið að um þjóðflokkskenninefni sé að ræða, að heiti eyjarinnar sé dregið af nafni þjóðflokks síkelóa.

Umdæmaskipan

breyta

Sikiley er skipt í níu umdæmi sem kennd eru við höfuðstaði sína. Þessum níu umdæmum er síðan aftur skipt niður í 390 sveitarfélög eða bæjarfélög.

 
Þau 9 umdæmi Sikileyjar


Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Regione Sicilia“. tuttitalia.it (ítalska). Sótt 27. nóvember 2024.
  2. (en) Piccolo, Salvatore (2018). Bronze Age Sicily. Ancient History Encyclopedia.[óvirkur tengill]

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.