Vestmannsvatn
Vestmannsvatn er stöðuvatn á mörkum Reykjadals og Aðaldals í innsveitum Skjálfanda. Á bakka vatnsins er Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn og þar rekur þjóðkirkjan sumarbúðir. Vatnið, sem er 2,4 km² að stærð og mest 10 m djúpt en víðast hvar mun grynnra, er varpstaður flórgoðans og er friðlýst.[1]
Reykjadalsá rennur í vatnið úr suðri en úr því rennur svo aftur Eyvindarlækur til Laxár.

Heimildir Breyta
- ↑ Vestmannsvatn Geymt 2016-03-05 í Wayback Machine BirdLife