Rauða kauphúsið í Freiburg

Rauða kauphúsið í Freiburg (Historisches Kaufhaus) stendur gegnt Maríukirkjunni í miðborg Freiburg og þykir eitt allra fallegasta hús borgarinnar. Húsið er eldrautt og mjög áberandi á markaðstorginu.

Rauða kauphúsið er eldrautt og stórglæsilegt

Söguágrip

breyta

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær húsið var reist en það mun hafa verið á 14. öld. Húsið kemur fyrst við skjöl 1378 og var þá verslunarhús og tollhús. 1520 var húsið stækkað í átt að Maríukirkjunni og fékk þá hina fögru framhlið. Framkvæmdir stóðu til 1532. Árið 1550 fékk húsið svalirnar sem eru undir styttunum stóru. Stytturnar eru af Maximilian I keisara, Filippus konung hinn fagra, Karl V keisara og Ferdinand I keisara. Að innan er keisarasalurinn stærsti salur hússins, en hann er nefndur eftir Vilhjálmi I Þýskalandskeisara. Bæði að utan og innan er húsið hið glæsilegasta. Eftir fallbyssuárás Frakka 1744 stórskemmdist húsið og varð að gera það upp. 1946-51 var húsið notað sem þinghús, enda var Freiburg þá höfuðborg Baden, þ.e. franska hernámssvæðisins. Árið 1951 var Baden-Württemberg stofnað sem sambandsland Þýskalands og höfuðborgin færð til Stuttgart. Síðustu breytingar á húsinu voru gerðar 1988. Húsið er í dag notað fyrir sérstaka viðburði.

Heimildir

breyta